Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Föstudagur, 23. nóvember 2007
Vetrardagur
Tölti í hádegissnæðing niðrí bæ. Frostkaldur dagur en fagur. Ísskænið á Tjörninni var mátulega andhelt en gæsirnar, hlussurnar þær, brutu undir sér þunnt skænið. Jólatrén spruttu upp kringum ráðhúsið og víðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 23. nóvember 2007
Sölumennska
Við mæðgur röltum um hverfið í gærkvöldi með nokkra pakka af jólakortum sem hún systir mín hefur verið með til sölu. Gekk bara þokkalega. Hef ekki stundað heimasölu í fjölda mörg ár og frumraun Arnheiðar. Og Gunna, það fór næstum því hvert einasta !! Held það verði bara engin eftir handa okkur! Er reyndar með nokkur kort ennþá ofan í skúffu frá í fyrra og náðist ekki að setja í póst tímanlega. Hmmmm. Ætti ég að skrifa fyrir tvö ár í einu? Svona eins og þegar menn gefa út tvo árganga eða tölublöð af tímariti í einu. Gleðileg jól 2006-2007. Hhhmmmm.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 22. nóvember 2007
Nóvember á hraðferð
Enda alltaf nóg við að vera. Afmæli og verkefni - ritgerð og íþróttamót. Áfram KR.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)