Færsluflokkur: Bloggar

Vegabréfsáritanir

Mikið er ég heppin að æskulögbrotin á vegabréfsáritunum og skráningum á landamærum eru frá því fyrir daga tölvunnar. Varla nenna ríki að fara 20 ár aftur í tímann með tölvuskráningu slíkra synda. Okkar brot hljóta því að vera fyrnd, Magga, og við verðum varla handjárnaðar þó við hættum okkar einhvern tímann aftur til Prag. Reynslan af skriffinnsku austantjaldslanda var ótrúlegt og kæruleysi interrailferðalanga var ekki alltaf vel liðið á þeim bæjum.


Vetrardagur

Tölti í hádegissnæðing niðrí bæ. Frostkaldur dagur en fagur. Ísskænið á Tjörninni var mátulega andhelt en gæsirnar, hlussurnar þær, brutu undir sér þunnt skænið. Jólatrén spruttu upp kringum ráðhúsið og víðar.

Sölumennska

Við mæðgur röltum um hverfið í gærkvöldi með nokkra pakka af jólakortum sem hún systir mín hefur verið með til sölu. Gekk bara þokkalega. Hef ekki stundað heimasölu í fjölda mörg ár og frumraun Arnheiðar. Og Gunna, það fór næstum því hvert einasta !!  Held það verði bara engin eftir handa okkur! Er reyndar með nokkur kort ennþá ofan í skúffu frá í fyrra og náðist ekki að setja í póst tímanlega. Hmmmm. Ætti ég að skrifa fyrir tvö ár í einu? Svona eins og þegar menn gefa út tvo árganga eða tölublöð af tímariti í einu. Gleðileg jól 2006-2007. Hhhmmmm.

Nóvember á hraðferð

Enda alltaf nóg við að vera. Afmæli og verkefni - ritgerð og íþróttamót. Áfram KR.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband