Sjón er sögu ríkari

Svona tókst til með rauðbrúna litinn sem átti að lenda á þakinu.Auðvitað er það kostur að geta notað þaklitinn sem kennileiti. "Húsið með rauða þakinu." Hin rauðu þökin í götunni komast ekki í hálfkvisti við þennan hárauða lit - er þetta ekki tískuliturinn í ár?

Ég hlakka til að heyra ferðasöguna frá Mauritaníu, Feddi. Og þið sem eruð á faraldsfæti í sumar - Það er vel þegið að senda stelpunum póstkort með nokkrum línum. Þau sem nú eru á ísskápnum eru að verða lesin upp til agna.  Ný kort eru því vel þegin - frekar með dýramyndum en mannvirkjum.

KOMIN SUMARSTEMNING Í ÞJÓÐARBÓKHLÖÐUNNI- bARA nokkrar eftirlegukindur frá vetrinum og svo föstu gestirnir. Þó heitt sé úti er hálfu heitara inni og loftleysið eftir því. Fólk reikar hér um eins og draugar - örugglega í leit að súrefnistækjum frekar en bókum. Hér þyrfti að setja upp sama búnað og í flugvélum (að grímur falli niður fyrir framan tölvurnar þegar loft fellur hér innanhúss.Tölti nú út í góða veðrið.

 

Nymalad a Hagamel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband